Wednesday, February 5, 2014

Víkinga Lottó og önnur slík

Nú veit ég ekki hvort ég er svona sein til að fatta þetta eða hvað. Svo ég útskýri aðeins, þá er ég ekki búin að nota tölvu nema í 3 ár. Þar af leiðir að ég hef þurft að læra margt sem mér fróðari og flinkari einstaklingar hafa eflaust kunnað og vitað lengi lengi.

En ég er s.s. að velta fyrir mér þessum möguleika að nota internetið til að taka þátt í hinu og þessu sem er ekki í boði hér heima. Mér dettur í hug sem dæmi Víkinga lottóið - það er jú í boði hér heima en ástæðan fyrir því að vinningsupphæðir eru jafn háar og raun ber vitni er hver? Þáttaka stórra þjóða annar staðar í Evrópu.

Okkar litla, íslenska lottó bliknar í samanburði ef horft er á hvað er í pottinum hverju sinni. En þegar við bætast hinar norðurlandaþjóðirnar og eystrasaltslönd, þá fer að hitna í kolunum :)

Síðan hefur Eurojackpot lottery líka bæst í flóruna sem við höfum aðgang að hérna heima og þar eru stórir vinningar í boði. En vinkona mín í Svíþjóð tjáir mér að Euromillions sé jafnvel ennþá stærra og sendi mér þessu síðu hér http://www.euro-lotto-sverige.com/. En ég skil sænskuna nú ekkert rosalega vel verð ég að segja...

Hvað um það, það er allavega á tæru að ef maður á annað borð vill freista gæfunnar þá eru ýmsar leiðir færar í því - og stórir pottar að spila um!