Tuesday, March 13, 2012

Nýr Evrópskur lottóleikur að fara í loftið

Þeir sem eru með á nótunum hafa eflaust heyrt eitthvað af þessu, en nú er s.s. nýtt Evrópskt lottó í burðarliðnum og það sem meira er - það er útlit fyrir að við íslendingar fáum að spila með!

Það er heill hellingur af löndum sem ætla að spila saman í þessum leik, uppleggið er s.s. svipað og Víkinga Lottó, margar þjóðir safna saman í risapott. Nema þetta verður ennþá stærra þar sem fleiri og fjölmennari þjóðir spila með.

Við erum að tala um lönd eins og Þýskaland, Holland, Spán, Slóveníu og einhver fleiri til, ég er ekki með allan listann á hreinu en þetta verða 8 eða 9 þjóðir. Og já, eins og áður sagði þá er útlit fyrir að Ísland verði með frá hausti.

Leikurinn hins vegar hefst núna í lok mars, fyrsti útdráttur verður á föstudaginn 23. mars og mikil spenna fyrir þessu nýja lottó um allan heim.

Við bendum á flotta vefsíðu til að fá frekari upplýsingar, hún er reyndar á ensku en gagnast vonandi samt. Sjá nánar hér: Nýr Lottóleikur

Þarna er hægt að nálgast miða - fyrir þá sem geta ekki beðið, ég er einn af þeim!

No comments:

Post a Comment